Gleðilegt ár allir saman.
Árið flaug framhjá eins og eldflaug. Mér finnst bara örfáir mánuðir síðan ég var á Íslandi um seinustu jól.
Jólin komu hægt og rólega inn. Vinnan var farin að róast mikið og ég gat einbeitt mér að því sem mér finnst langskemmtilegast. Að elda mat.
Ég fékk heilar fjórar uppskriftabækur og það er nú nokkuð gott. Krakkarnir nutu jólanna sýnist mér og við erum í dag, á fyrsta degi ársins, búin að fá nóg af sykurbrúnuðum kartöflum og hægsteiktum fuglum.
Næsta ár er svo sem fyrirfram séð frekar tíðindalítið. Við höldum áfram með eilífðarverkefnið á Hestehavevej 34 og núna með hund á ný.
Ellý flutti inn í byrjun desember og ég hef ekki auglýst það sérstaklega mikið. Kannski af því að ég var búinn að sverja þann dýra eið að aldrei fá mér hund aftur. En, hugmyndin kom upp og tja ég hreifst með.

Ummæli
Það var ekki neinn smáhundur sem þið fenguð ykkur :-)
KV Munda
Sammála Mundu, þessi ,,hvolpur" er svona í stærri kantinum.
Verum duglegir að heyrast á nýja árinu.